HVAÐ ERU NIKÓTÍNPÚÐAR?

Nikótínpúðar hafa verið á markaði í Evrópu frá árinu 2017. Púðarnir eru ný tegund af nikótínvöru sem hefur hjálpað mörgum að draga úr tóbaksneyslu. Púðarnir innihalda nikótín, fyllefni og bragðefni en eru án tóbaks. Nikótínpúðarnir eru tilvaldir fyrir þá sem að vilja draga úr eða hætta tóbaksneyslu. Púðarnir fást í mismunandi styrk og því nikótínpúðarnir henta þeim sem hafa ekki fundið lausn við tóbaksneyslu í nikótóntyggjói, töflum eða spreyji.

Sænskir snus framleiðendur framleiða undir lögum og reglugerð frá sænska matvælaeftirlitinu og lýta ströngu eftirliti. Það sem sett er í snus og nikótínpoka er því í samræmi við matvöruframleiðslu. Þess ber þó að geta að það er umræða um hvort að framleiðsla nikótínpoka, sem í daglegu tali er ”white snus” eða ”pokar”, eigi einnig að falla undir matvælaeftirlitið. Þrátt fyrir það fara framleiðendurnir sem King Kong bíður upp á eftir sömu reglum við framleiðslu þessara poka.

Notkun á snus í Svíþjóð á sér langa sögu og því mikil uppsöfnuð reynsla þegar kemur að framleiðslu, eftirliti og rannsóknum á mögulegum skaðlegum þáttum snus.

Börn og unglingar
Einstaklingar yngri en 18 ára eiga og mega ekki nota nikótínpúða. 
Ráðlagður skammtur handa fullorðnum getur valdið alvarlegri eitrun og jafnvel reynst banvænn litlum börnum. Því er mjög nauðsynlegt að geyma nikótínpúða alltaf þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef barn hefur í ógáti tekið inn púðana skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Hvernig nota á nikótínpúða
Setjið púðann undir efri vörina og hafið hann þar í u.þ.b. 30 mínútur. Hreyfið púðann til öðru hverju með tungunni. Ekki má nota meira en það sem nemur 100mg af nikótíni á dag. Athugið að púðar eru mismunandi í stærð og eru flestir á bilinu 0,5-0,7g. Ráðlagður dagskammtur fer því eftir stærð púða.

Losa skal púðana úr efri vör eftir notkun. Allar dósir hafa sérstök losunarhólf og er því hægt að losa hvar og hvenær sem er.

Ekki má nota Nikótínpúða:
• ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða öðru innihaldsefni púðanna (sjá innihaldslýsingu á hverri vöru fyrir sig)
• ef þú ert með alvarlegan hjartasjúkdóm
• ef þú hefur nýlega (innan 3 mánaða) fengið hjartaáfall eða hjartaslag

Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá læknum áður en nikótín eru notað ef um er að ræða:
• hjarta- eða blóðrásarsjúkdóma
• ómeðhöndlaðan háþrýsting
• alvarlegan lifrarsjúkdóm
• alvarlegan nýrnasjúkdóm
• sykursýki og notkun insúlíns
• magasár
• ofvirkan skjaldkirtil
• æxli í nýrnahettu (krómfíklaæxli)

Ef þú ert með einhvern af ofantöldum sjúkdóma getur verið að ekki sé óhætt fyrir þig að neyta nikótíns.

Ef of stór skammtur af nikótínpúðum hefur verið notaður, skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ofskömmtun nikótíns getur orðið ef þú reykir samtímis notkun nikótínpúðana eða ef þú tekur of marga púða inn á of stuttum tíma. Einkenni ofskömmtunar eru m.a. ógleði, aukin munnvatnsmyndun, kviðverkur, niðurgangur, svitamyndun, höfuðverkur, sundl, heyrnartruflanir og verulegt máttleysi. Þegar um er að ræða stóra skammta geta þessum einkennum fylgt lágur blóðþrýstingur, veikur og óreglulegur púls, öndunarerfiðleikar, mikil þreyta, lost og krampar. 

Notkun annarra lyfja samhliða nikótínpúðum
Látið lækninn vita um öll lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, þar með talin lyf sem fengin eru án lyfseðils.


Reykingum eða önnur tóbaksnotkun hætt 
Lengd notkunar nikótínpúða er einstaklingsbundin, en er yfirleitt a.m.k. 3 mánuðir. Eftir það skal minnka skammt nikótíns smám saman. Ráðlagt er að hætta notkun þegar skammturinn er kominn niður 8-10mg á dag. 

Dregið úr reykingum eða annari tóbaksnotkun
Nikótínpúða er hægt að nota á milli þess sem neytt er tóbaks, til að lengja tóbakslaus tímabil með það að markmiði að draga úr tóbaksnotkun eins mikið og hægt er.

 

Meðganga og brjóstagjöf
Ráðlagt er að hætta tóbaks- og nikótínneyslu á meðgöngu, þar sem slík notkun getur valdið minni vexti hjá barninu. Hún getur einnig valdið fæðingu fyrir tímann og jafnvel andvana fæðingu.  Ef ekki er mögulegt að hætta slíkri neyslu skal nikótín aðeins notað í samráði við heilbrigðisstarfsmanninn sem hefur eftirlit með meðgöngunni. Forðast skal notkun nikótíns samhliða brjóstagjöf, þar sem nikótín finnst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Nikótín er mjög ávanabindandi efni því þarf neytandinn að nota almenna skynsemi þegar kemur að ákvörðun á magni á inntöku efnisins.

Ekki er ráðlegt að neyta meira en 100 mg á dag af nikótíni fyrir fullorðinn einstakling.

Hugsanlegar aukaverkanir 
Eins og við á um allar nikótínvörur geta nikótínpúðar valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Nikótínpúðar geta valdið aukaverkunum sem eru svipaðar þeim sem fram koma við notkun nikótíns sem gefið er í öðrum formum. Aukaverkanir eru almennt háðar skammti.

Algengustu aukaverkanirnar eru erting í munni eða koki á fyrstu vikunum. Aðrar algengar aukaverkanir eru sundl, höfuðverkur, meltingaróþægindi, ógleði, uppköst og hiksti.

Sjaldgæfari aukaverkanir eru hjartsláttarónot og roði eða útbrot á húð.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir eru truflanir á hjartslætti (óreglulegur hjartsláttur) og ofnæmisviðbrögð sem geta verið alvarleg.

Ef aukaverkanir valda erfiðleikum eða hverfa ekki skal hafa samband við lækninn.

Sum einkenni, eins og sundl, höfuðverkur og svefntruflanir, geta verið af völdum fráhvarfseinkenna þegar hætt er að reykja og geta verið vegna of lítils magns af nikótíni. Sár í munni geta komið fram þegar reykingum er hætt.

Hvernig geyma á nikótínpúða
Geymið nikótínpúða þar sem börn hvorki ná til né sjá. Púðarnir geymast best í kæli en í lagi er að geyma dósirnar við lægri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Ekki skal nota nikótínpúða eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.