GJALD Á NIKÓTÍNVÖRUR EFTIR ÁRAMÓT

GJALD Á NIKÓTÍNVÖRUR EFTIR ÁRAMÓT

Gjald á nikótínvörur

Frá og með 1. janúar 2025 verður lagt gjald á nikótínvörur, vökva í einnota rafrettum og vökva til áfyllingar fyrir rafrettur. Gjaldið verður lagt bæði á innfluttar vörur og þær sem framleiddar eru hér á landi.

Greiðsluskyldan hvílir á þeim aðilum sem flytja inn eða framleiða vörurnar.

Fjárhæð gjaldsins verður eftirfarandi:

  1. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 1 til og með 8 mg/g: 8 kr. á hvert gramm vöru.
  2. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 8,1 til og með 12 mg/g: 12 kr. á hvert gramm vöru.
  3. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 12,1 til og með 16 mg/g: 15 kr. á hvert gramm vöru.
  4. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 16,1 til og með 20 mg/g: 20 kr. á hvert gramm vöru.
  5. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda ekki nikótín: 40 kr. á hvern millilítra vöru.
  6. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur þar sem styrkur nikótíns er 12 mg/ml eða lægra: 40 kr. á hvern millilítra vöru.
  7. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur þar sem styrkur nikótíns er 12,1 mg/ml eða hærra: 60 kr. á hvern millilítra vöru.

Lesa frétt í heild sinni hér 

Til baka í blogg