Ný reglugerð tekur gildi 2024

Ný reglugerð tekur gildi 2024

Nú hefur ný reglugerð verið samþykkt sem nær yfir stærðir tanka og áfyllingaríláta fyrir rafrettur.

Í grófum dráttum þá takmarkar reglugerðin stærð tanka og hylkja í rafrettum í 2ml af nikótínvökva og stærð áfyllingaríláta í 10ml af nikótínvökva. Er þetta komið til vegna yfirvofandi innleiðingar Tóbaksvörutilskipunar ESB (TPD) á Íslandi. Taka breytingarnar gildi 1. febrúar 2024.

Verslanir sem hafa söluleyfi á nikótínvörum hafa þó til 1. maí næstkomandi til þess að klára allar birgðir.

Eftir þann tíma verða eingöngu litlu einnota græjurnar fáanlegar (600 til 800 púffa græjur)

Til samanburðar þá inniheldur vinsæli Trix Bar 4000 púffa 12ml af vökva.

 

 

 

 

Til baka í blogg